sunnudagur, nóvember 26, 2006

Laufabrauðbakstur

Mæðgurnar ásamt vinafólki voru í laufabrauðsbakstri um helgina og ég hjálpaði auðvitað til, reddaði laufabrauðsjárninu og gosi. Síðan hafði ég það náðugt fyrir framan fótboltann. Á myndinni eru: Ebba, Peta, kristín og Guðmundur fylgist með hvort allt sé rétt gert.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Ferð til Eskifjarðar


Við kíktum austur á Eskifjörð um síðustu helgi. Við fengum fínt veður og vorum um 12 tíma á leiðinni og er það allt í lagi miðað við fljúgandi hálku alla Vestfirðina.

Fyrir austan reyndum við að ná í
jólamatinn og gekk það bærilega og reyndist aðstoðarmaðurinn mjög vel. En hann var dálitið dettinn svo hann komst ekki annan daginn vegna meiðsla.

Á laugardaginn var leiðinda veður. Fossinn komst m.a.s. ekki að bryggju vegna veðurs. Við kíktum samt upp til fjalla og kom Kristín frænka með ásamt aðstoðarmanninum. Þær voru mjög áhugasamar um veiðarnar en báðu mig samt að skjóta ekki þegar þær voru að setja á sig varasalfa í NV rokinu. Hann gæti nefnilega runnið út á kinn ef þær mundu hrökkva við.

Á sunnudaginn fórum við suður til Reykjavíkur vegna þess að spáði frekar illa næstu daga og komum svo vestur í gær (14. nóv). Fengum þokkalegsta veður og sáum nokkrar rjúpur á leiðinni. Þær vita greinilega hvenær þær meiga sjást.

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Veðurofsinn!!

Eins og fólk hefur tekið eftir þá var víða vont veður í dag. Hér fyrir vestan var nú bara ágætis veður nema það snjóaði. Kristín hennar Petu reyndi hér á myndinni að grípa nokkur snjókorn og það vantar ekki einbeitninguna.

laugardagur, nóvember 04, 2006

Myndir frá því í sumar

Þeir eru eitthvað álkulegir þessir








Pestin

Fékk ælu- og drullupest í gær. Þessi örn minnir mann á drullupestina en eins og sést þá er hann að drulla. Þessi örn er reyndar merkilegur því hann er sá fyrsti sem hefur endurheimts með því að lesa á litmerkin á fótunum. Ég tók mynd af honum í Steingrímsfirði í vor en hann hafði verið merktur sem ungi árið áður í Breiðafirði.
Jæja nóg í bili, þarf að horfa á fótbolta í allan dag

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Jólin komin?



Nei þetta er ekki jólasveinn með prik í hendi, heldur hann Friggi með stjaka. Við vorum í botnsýnatöku í Álftafirði í dag þegar ég tók þessa mynd. Það var lítil veiði hjá okkur, einn krossfiskur, einn burstaormur og slatti af drullu.