sunnudagur, mars 25, 2007

Svartþröstur á Hanhóli

Ég tók þessa mynd inni í Syðridal í Bolungavík en svartþrösturinn á myndinni er búinn að vera á Hanhóli hátt í tvær vikur. Maður hefur sjálft verið nokkuð perralegur að sjá með myndavél og kíkir að sniglast í kringum íbúðarhúsið á Hanhóli. En flestir vita sem betur fer að ég er meinlaus.

þriðjudagur, mars 06, 2007

Gefa smáfuglunum

Það var leiðinda veður í gær og í dag eins og má sjá á myndunum. Snjótittlingarnir komu um leið og ég setti út mat handa handa þeim. Um kvöldið var ein hagamús komin í ætið, Peta sagði að hún mætti ekki koma inn. Loksins þegar einhver kemur að heimsækja mig, djöf...........


sunnudagur, mars 04, 2007

Lisa Ekdal - tónleikar


Við fórum á stórgóða tónleika í gærkveldi í Víkurbæ í Bolungarvík. þar var komin sænska þokkagyðjan Lisa Ekdal. Með henni var gítarleikari, munnhörpuleikari, píanóleikari, bassaleikari og flautleikari þ.e. hann flautaði. Reyndar var þetta allt sami maðurinn og bestur var hann líklega í flautinu, helv...góður.