mánudagur, maí 14, 2007

Kyngreining sandlóu


Ég hef ákveðið að setjast aftur á skólabekk eins og það er nú gaman. Fer í master í haust og rannsóknarverkefnið mitt mun tengjast sandlóunni þá sérstaklega varpárangri hennar. Það getur verið mjög gott að þekkja kynin í sundur og yfirleitt má leiða því líkum að kvenfuglinn sé sá neðri eins og sést á myndinni. En ég hef nú ekki þolinmæði að bíða eftir þessu sjónarspili svo ég greini fuglanna yfirleitt á búningseinkennum.

laugardagur, maí 05, 2007

Fuglaskoðun

Ég og Peta fórum á Látrabjarg um síðustu helgi og auðvitað var stoppað allsstaðar þar sem möguleiki var að sjá einhverja merkilega fugla eins og t.d. sandlóur. Á Barðastöndinni sáum við smyril en ég hef aldrei náð almennri mynd af karlfuglinum fyrr en núna. Hann var frekar spakur í rokinu, kannski ný kominn að utan og því örþreyttur. Af öðru sáum við svo sem ekkert merkilegt nema það farfuglarnir voru greinilega að koma inn þessa dagana.