
Ég hef ákveðið að setjast aftur á skólabekk eins og það er nú gaman. Fer í master í haust og rannsóknarverkefnið mitt mun tengjast sandlóunni þá sérstaklega varpárangri hennar. Það getur verið mjög gott að þekkja kynin í sundur og yfirleitt má leiða því líkum að kvenfuglinn sé sá neðri eins og sést á myndinni. En ég hef nú ekki þolinmæði að bíða eftir þessu sjónarspili svo ég greini fuglanna yfirleitt á búningseinkennum.
