
Ég og Peta fórum á Látrabjarg um síðustu helgi og auðvitað var stoppað allsstaðar þar sem möguleiki var að sjá einhverja merkilega fugla eins og t.d. sandlóur. Á Barðastöndinni sáum við smyril en ég hef aldrei náð almennri mynd af karlfuglinum fyrr en núna. Hann var frekar spakur í rokinu, kannski ný kominn að utan og því örþreyttur. Af öðru sáum við svo sem ekkert merkilegt nema það farfuglarnir voru greinilega að koma inn þessa dagana.