

Kristín J. var með okkur í fuglatalningu við Svínavatn í A-Húnavatnssýslu. Fengum prýðis gott veður eins og sést á þessum myndum. Fundum eitt hrossagaukshreiður með þremur ungum.
Mývargurinn var að drepa okkur við Laxá og Svínavatn eins og sést á myndinni þar sem Kristín er með slæðu fyrir andlitið en svona var hún í 3 tíma. Mýið settist gjarnan inn í eyrun á manni og náði ég einni flugu, dauðri, tveimur dögum seinna úr öðru eyranum.
