þriðjudagur, júní 19, 2007

Heimsókn og geitungur


Sóley, systir Petu, og hennar fjölskylda var hjá okkur síðustu helgi. Ég sýndi þeim heimkynni sandlóunnar í Bolungarvík sem var reyndar melur með rusli frá síðustu áramótabrennu.
Hjá Sigurði var geitungabú og ég réð sérsveitina til að fanga þá geitunga sem mundi sleppa við svæfinguna. Kristín sá aðeins einn og hún fangaði hann þó stór væri.

fuglaskoðun við Svínavatn

Kristín J. var með okkur í fuglatalningu við Svínavatn í A-Húnavatnssýslu. Fengum prýðis gott veður eins og sést á þessum myndum. Fundum eitt hrossagaukshreiður með þremur ungum.
Mývargurinn var að drepa okkur við Laxá og Svínavatn eins og sést á myndinni þar sem Kristín er með slæðu fyrir andlitið en svona var hún í 3 tíma. Mýið settist gjarnan inn í eyrun á manni og náði ég einni flugu, dauðri, tveimur dögum seinna úr öðru eyranum.