fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Mauritanía

Ég var í Mauritaníu í lok nóv og byrjun des. Var þar í þjóðgarðinum Banc d'Arguin að aðstoða við fuglarannsóknir. Þessi þjóðgarður hefur að geyma einna stærstu vetrarstöðvar evrópska vaðfugla en um 2,4 milljón vaðfugla er á leirunum í garðinum. Á myndinni er Great White Pelecan (Pelecanus onocrotalus) en hann verpir á eyjum á svæðinu. Hann hefur vænghaf frá 220-360 cm en til samanburðar er okkar örn með um 240 cm.

mánudagur, janúar 28, 2008

Jeb er á lífi

Gleðilegt ár (vonandi)

miðvikudagur, október 10, 2007

jólatré

Ég skrifa orðið bara eftir árstíðum, síðast í sumar og núna í haust. Held að það sé alveg nóg enda hef ég ekkert að segja. Ælti næsta færsla verði ekki um jólin svo ég læt þessa jólamynd fylgja. Reyndar er þetta ekki jólatré heldur njólatré. Stærsta tréið í garðinum okkar sem vex reyndar í gegnum sólpallinn en þar kennir nú ýmissa grasa.

þriðjudagur, júní 19, 2007

Heimsókn og geitungur


Sóley, systir Petu, og hennar fjölskylda var hjá okkur síðustu helgi. Ég sýndi þeim heimkynni sandlóunnar í Bolungarvík sem var reyndar melur með rusli frá síðustu áramótabrennu.
Hjá Sigurði var geitungabú og ég réð sérsveitina til að fanga þá geitunga sem mundi sleppa við svæfinguna. Kristín sá aðeins einn og hún fangaði hann þó stór væri.

fuglaskoðun við Svínavatn

Kristín J. var með okkur í fuglatalningu við Svínavatn í A-Húnavatnssýslu. Fengum prýðis gott veður eins og sést á þessum myndum. Fundum eitt hrossagaukshreiður með þremur ungum.
Mývargurinn var að drepa okkur við Laxá og Svínavatn eins og sést á myndinni þar sem Kristín er með slæðu fyrir andlitið en svona var hún í 3 tíma. Mýið settist gjarnan inn í eyrun á manni og náði ég einni flugu, dauðri, tveimur dögum seinna úr öðru eyranum.

mánudagur, maí 14, 2007

Kyngreining sandlóu


Ég hef ákveðið að setjast aftur á skólabekk eins og það er nú gaman. Fer í master í haust og rannsóknarverkefnið mitt mun tengjast sandlóunni þá sérstaklega varpárangri hennar. Það getur verið mjög gott að þekkja kynin í sundur og yfirleitt má leiða því líkum að kvenfuglinn sé sá neðri eins og sést á myndinni. En ég hef nú ekki þolinmæði að bíða eftir þessu sjónarspili svo ég greini fuglanna yfirleitt á búningseinkennum.

laugardagur, maí 05, 2007

Fuglaskoðun

Ég og Peta fórum á Látrabjarg um síðustu helgi og auðvitað var stoppað allsstaðar þar sem möguleiki var að sjá einhverja merkilega fugla eins og t.d. sandlóur. Á Barðastöndinni sáum við smyril en ég hef aldrei náð almennri mynd af karlfuglinum fyrr en núna. Hann var frekar spakur í rokinu, kannski ný kominn að utan og því örþreyttur. Af öðru sáum við svo sem ekkert merkilegt nema það farfuglarnir voru greinilega að koma inn þessa dagana.

sunnudagur, apríl 15, 2007

ég fór suður þegar aldrei var suður





Ég kíkti á tónleikana á föstudaginn þ.e. tónleikana aldrei fór ég suður. Svo fór ég auðvitað suður á daginn eftir. Ágætis tónleikar þó sumt hefði mátt sleppa. Pétur Ben var helv... fínn, Bógómil í lagi og svo voru Mínus auðvitað helv. góðir. Mig hlakkaði mest til að sjá Blonde Readhead en það tók þá klukkutíma að gera sig klára og svo var soundið ömurlegt. Verst síðan að missa af laugardeginum.