þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Fuglatalning í Jökulfjörðum

Í dag var ég ásamt fleirum í fuglatalningum í Jökulfjörðum. Veður var áægtt en helv. kalt. Við sáum nóg af fuglum en einnig sáum við þrjá refi, tvo dökka og einn hvítan. Sá hvíti var spakur og svaf á meðan við sigldum framhjá honum. Hann hljóp svo fyrir okkur svo við sæjum betur fjésið á honum.

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Í sundi

Ég prufaði nýju skíðin mín um helgina, náði að detta í fyrstu ferð og það náðist mynd en hún verður ekki sýnd hér. Bernódus var hjá okkur um helgina og hann fór á skíði með ömmu sinni. Það gekk nú bara ágætlega að ég held. Kristín prufaði bretti hjá vinkonu sinni og það gekk furðu vel hjá henni. Við fórum síðan í sund á eftir og tók ég þessa mynd af Dusa og ömmu sinni.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Skarfur skítrass

Daglega um fimmleyti fljúga hér skarfar yfir húsinu okkar. Það er búið að vera mjög fallegt veður undanfarið svo maður hefur tekið betur eftir þessu. Þetta eru aðallega ungir dílaskarfar og flúga þeir fyrst yfir setstaðinn og svo yfir húsið okkar. Við sáum tvær nýjar tegundir út um eldhúsgluggan um daginn en það var fálki og lómur. Þá erum við komin í 32 tegundir. Jæja nóg af fuglafréttum.