
Ég prufaði nýju skíðin mín um helgina, náði að detta í fyrstu ferð og það náðist mynd en hún verður ekki sýnd hér. Bernódus var hjá okkur um helgina og hann fór á skíði með ömmu sinni. Það gekk nú bara ágætlega að ég held. Kristín prufaði bretti hjá vinkonu sinni og það gekk furðu vel hjá henni. Við fórum síðan í sund á eftir og tók ég þessa mynd af Dusa og ömmu sinni.