

Ég hef ákveðið að setjast aftur á skólabekk eins og það er nú gaman. Fer í master í haust og rannsóknarverkefnið mitt mun tengjast sandlóunni þá sérstaklega varpárangri hennar. Það getur verið mjög gott að þekkja kynin í sundur og yfirleitt má leiða því líkum að kvenfuglinn sé sá neðri eins og sést á myndinni. En ég hef nú ekki þolinmæði að bíða eftir þessu sjónarspili svo ég greini fuglanna yfirleitt á búningseinkennum.
3 ummæli:
vá geggjað hjá þér það er svo gaman í skóla! kveðja frá hlíðarenda
- minna mál að kyngreina hagamýs held ég, þ.e. ef maður nær þeim hahahhh
Velkominn í hóp framhaldsnema, ætli þetta sé ekki merki um að gamla kynslóðin þurfi að fara að losa pláss fyrir nýju kynslóðina þarna í HÍ .. ? gangi þér bara vel :O)
Ester, enn í Troms
....já það er rétt hjá þér það er ágætt að vita það hvort það er karl eða kerling...annars getur maður lent í helvítis veseni...
Skrifa ummæli