
Ég var í Mauritaníu í lok nóv og byrjun des. Var þar í þjóðgarðinum Banc d'Arguin að aðstoða við fuglarannsóknir. Þessi þjóðgarður hefur að geyma einna stærstu vetrarstöðvar evrópska vaðfugla en um 2,4 milljón vaðfugla er á leirunum í garðinum. Á myndinni er Great White Pelecan (
Pelecanus onocrotalus) en hann verpir á eyjum á svæðinu. Hann hefur vænghaf frá 220-360 cm en til samanburðar er okkar örn með um 240 cm.