fimmtudagur, desember 28, 2006

Á leið Austur

Jæja við erum að leggja af stað austur, ekki nema 12 tíma ferðalag eða svipað og flugi frá London til Singapore. Ég hef verið að glugga í eina bók sem ég fékk í jólagjöf ,,Meiri fánýtur fróðleikur" og vitna hér með í hana af þessu tilefni ,,Umferðin er slæm þessa stundina, svo ef þú ert að hugsa um að fara að heiman núna, ættirðu að gera það fyrir nokkrum mínútum". Svo Austfirðingar, sjáumst fyrir nokkrum klukkutímum nema það sé of seint.

þriðjudagur, desember 26, 2006

Annar í jólum

Jæja þá er þessari kjötkveðjuhátið lokið, að sinni. Kristín fékk eye-toy í jólagjöf og hefur leikurinn þegar verið notaður mikið (sjá myndir). Peta hefur verið best enda mikil keppnismanneskja á ferð.

Í möndlugjöf var landnemaspili ,,Catan" og tókum við eitt spil á aðfangakvöldið og Peta vann. Reglurnar breyttust reyndar mjög mikið í leiknum enda les maður ekkert manualinn (reglurnar) áður en spilið byrjar heldur á meðan spilið stendur yfir.

laugardagur, desember 23, 2006

Þorlákur

Það hefur verið smá gjóla á landinu síðustu daga en svo sem ágætis veður hér fyrir vestan þangað til í nótt. Ég tók þessar myndir í víkinni í dag.





Við höfum verið að í lokaskreytingum í dag og hreingerningum (Peta). Held að það sé koma mynd á þetta á meðan ég skrifa þessar línur.

Ég ætlaði reyndar að setja jólaseríu á pikkann en þær fjúka líklega út í veður og vind.

laugardagur, desember 16, 2006

Norðurljós

Það voru flott norðurljós yfir í víkinni í kvöld en því miður gaf batteríið í myndavélinni sig í frostinu. Eftir að ég var búinn að hlaða þá voru auðvitað engin norðurljós. Jæja ég náði þessari mynd samt áður en myndavélin dó. Horft frá húsinu okkar í átt að Snæfjallaströndinni.
Ég keypit úti seríu í gær og ætlaði að skreyta pikkann en hún náði ekki. Svo var þetta kannski ekki góð hugmynd, þyrfti alltaf að muna taka úr sambandi áður en maður færi á bílnum. Þetta voru grílukertasería en það passar fínt fyrir mig, engin bein strik - allt í óreglu.

þriðjudagur, desember 12, 2006

Jóla hvað?

Hún Peta sér auðvitað um allar skreytingar en samt sem áður hélt ég nú að það ætti að skreyta húsið og innanstokksmuni sem hreyfðust ekki! Jæja hún náði allaveg einhvern veginn að skreyta sjálfan sig eins og má sjá á myndinni.
Ég tók þessa mynd á nýja símann minn, já ég er kominn með nýmóðins síma. Sá gamli er ekki til sölu svo það þýðir ekkert að reyna falast eftir honum. Hann virkaði mjög vel, sá um að ég fengi ekki mörg skilaboð og talaði lengi. Reyndar lítil hætta á því. Svo þoldi hann bæði að detta í golfið og týnast þ.e. enginn vildi hirða hann.
Jæja ég er að komast í jólaskap og hef ákveðið að leyfa fólki að gefa mér fleiri en tvær gjafir. Það þýðir samt ekki að pakka inn tíum, flatarmerkjum og golfkúlum og telja það sem margar gjafir, ónei.