
Ég tók þessa mynd á nýja símann minn, já ég er kominn með nýmóðins síma. Sá gamli er ekki til sölu svo það þýðir ekkert að reyna falast eftir honum. Hann virkaði mjög vel, sá um að ég fengi ekki mörg skilaboð og talaði lengi. Reyndar lítil hætta á því. Svo þoldi hann bæði að detta í golfið og týnast þ.e. enginn vildi hirða hann.
Jæja ég er að komast í jólaskap og hef ákveðið að leyfa fólki að gefa mér fleiri en tvær gjafir. Það þýðir samt ekki að pakka inn tíum, flatarmerkjum og golfkúlum og telja það sem margar gjafir, ónei.
1 ummæli:
ætla fara senda þér árlegu myndina af mér þá innpakkaða hehehe
Skrifa ummæli