þriðjudagur, janúar 30, 2007

Ísinn kominn

Ísinn er kominn þ.e. hann kom í gær og fór í dag. Reyndar er nokkur ís í Dýrafirði en hrafl hér og þar um Djúpið. Það rak nokkuð af molum upp á sandinn í Víkinni og ég ætlaði að taka fram íssögina og búa til nokkur listaverk en tók óvart myndavélina í staðinn.

Eins og sést á myndunum þá er ísinn nokkuð hættulegur: Kristín festi sig og Peta átti erfitt með að halda sér á löppunum (á klakanum). Til að skoða fleiri myndir þá smellið á linkinn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

töffffffffffffffffffff
langar í ís
kv lilla sysssss