
Við töldum á gamlaársdag í Reyðarfirði og Eskifirði og Palli Leifs taldi á Norðfirði á nýársdag. Samtals sáust um 9000 fuglar, var mest af æðarfugli (5800), hávellu (1300) og silfurmáf (1100). Fjórir fálkar sáust og verður það að teljast nokkuð mikið á þessu svæði. Einn gráhegri var við Kolmúla í Reyðarfirði, tvær skúfendur í Reyðarfirði og tveir starar á Vattarnesi. Haftyrðlar sáust í öllum fjörðum en þeir eru tiltölulega algengir á þessum tíma. Í fyrra sáust engir og meira að segja aðeins einn svartfugl. Ekkert óvenjulegt sást að þessu sinni nema kannski fyrir utan skúfendur en þær hafa sennilega ekki sést áður í vetrartalningum á þessu svæði. Fjöldi fugla og tegunda (28) er í meðallagi. Talningarmenn voru: Páll Leifsson, Böðvar Þórisson, Petrína F. Sigurðardóttir og Kristín Jónsdóttir.
1 ummæli:
já þú vildir mig ekki í talninguna dæsúss sagðir ég yrði bara mála mig dæsússss djösssssss :)
Skrifa ummæli