þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Skarfur skítrass

Daglega um fimmleyti fljúga hér skarfar yfir húsinu okkar. Það er búið að vera mjög fallegt veður undanfarið svo maður hefur tekið betur eftir þessu. Þetta eru aðallega ungir dílaskarfar og flúga þeir fyrst yfir setstaðinn og svo yfir húsið okkar. Við sáum tvær nýjar tegundir út um eldhúsgluggan um daginn en það var fálki og lómur. Þá erum við komin í 32 tegundir. Jæja nóg af fuglafréttum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já það er líka alltaf fullt af fuglum fljúgandi hérna sko ahaaaa

Nafnlaus sagði...

já þetta var ég sko lilla syss