Jæja við erum að leggja af stað austur, ekki nema 12 tíma ferðalag eða svipað og flugi frá London til Singapore. Ég hef verið að glugga í eina bók sem ég fékk í jólagjöf ,,
Meiri fánýtur fróðleikur" og vitna hér með í hana af þessu tilefni ,,
Umferðin er slæm þessa stundina, svo ef þú ert að hugsa um að fara að heiman núna, ættirðu að gera það fyrir nokkrum mínútum". Svo Austfirðingar, sjáumst fyrir nokkrum klukkutímum nema það sé of seint.
1 ummæli:
hlökkum ótrúlega til að sjá ykkur!
slæmt að missa rúmið þitt sem ég skríð í á morgnanna til að forðast morgunhanann Rökkva Þór en ó well :)
Skrifa ummæli