fimmtudagur, janúar 25, 2007

Master blaster


Jæja það er orðið ákveðið, ég ætla í master. Skil reyndar ekkert í mér að gera þetta þar sem ég er nú frekar latur að læra en sæmilegur í feltinu (útivinnunni). Þetta verður í meginatriðum vettvangsvinna yfir tvö sumur og svo greinaskrif á hljóðlátum vetrarkvöldum. Ég ætla að innheimta skuld við Elsu systir en ég aðstoðaði hanna smávegis við hennar nám. Hún mun auðvitað borga mér þannig að ég fæ Kristínu dóttur hennar í einn mánuð til að hjálpa mér við að merkja sandlóur. Kristín hennar Petu mun örugglega hjálpa mér eitthvað líka en á myndinni má sjá nöfnurnar með sandlóu unga sumarið 2005.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mér líst klikkað vel á þetta hjá þér!!!!!!!
mar tapar aldrei á að læra múahhaha
guð er half þunn í skolanum í dag skil ekkert í mér heldur að vera læra sko ahaa geisp og gap
kv lilla sysss