miðvikudagur, janúar 17, 2007

Þorrablót

Jæja það komið að Þorrablóti Bolvíkinga þ.e. næstu helgi. Peta er búin að bjóða mér og ég vona að það þýði að hún borgi allt fyrir mig. Reyndar þurfa konur að bjóða köllunum til að þeir megi fara á blótið nema þeir séu dauðir eða makinn dauður. Svo kannski var hún bara bjóða mér formlega! Svo verður maður að vera með hálstau en hef ekki verið með það í mörg ár. Það er bara vandræði að vera með hálstau, ef maður er með slaufu þá benda þau á stóru eyrun mín. Ef ég er með bindi þá benda þau.......... En einnig er bindið að þvælast fyrir, fer í matinn og Whiskey glasið eða bjórinn. Svo þarf auðvitað binda helv. hnútinn. Það er alltaf vel mætt á þetta blót nema auðvitað ef á árinu eru óvenju margir skilnaðir. Hef heyrt að það geti orðið ansi þröngt þarna og líklega þurfa allir að fara um leið frá borðinu og pissa! Það er kannski ástæðan fyrir að vera með Trog?

Jæja ég á örugglega eftir að skemmta mér vel á blótinu, bindi eða ekki bindi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert bara með veiðigræjurnar í lagi. Ef að þær væru ekki í lagi kæmist þú ekki á þorrablóið. Heppinn eru.

Nafnlaus sagði...

en hvað með single fólkið ?
er mega forvitin sko :)
kv. lilla sysssss

Nafnlaus sagði...

hvernig var blótið ?
kveðja Kiddi